LAUSNIN
Lausnin er rótgróið einkarekið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í heildrænni ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Meðferðaraðilar okkar eru vel menntaðir og uppfylla fagleg skilyrði til að veita viðurkennda samstalsmeðferð.
Þín vellíðan er okkar markmið
Við vitum að það getur verið erfitt að leita sér hjálpar
Fagfólkið okkar þekkir þann raunveruleika vel og um leitast við að taka vel á móti þér og hefja þá vegferð sem mun auka lífsgæðin þín til muna. Meðferðaraðilar og markþjálfar Lausnarinnar leiða skjólstæðinga sína í gegnum tilfinningar sem eiga mögulega rætur sínar að rekja til ytri erfiðleika sem skjólstæðingar upplifa sig óhæfa og illa í stakk búna til að leysa.