Ertu búin/n að fá nóg?
1. desember 2019

Ertu búin/n að fá nóg?

„Það er fátt verra en að finn­ast maður ekki nógu góð(ur) sem leiðir það af sér að mann lang­ar mest af öllu að flýja sjálf­an sig; meðvitað eða ómeðvitað. Stund­um berg­mála radd­ir í huga okk­ar sem segja að við séum ekki nógu góð og þess­ar radd­ir valda því að við æðum í öf­uga átt – eyðum allt of mikl­um tíma í hluti sem skipta raun­veru­lega ekki máli meðan það sem skipt­ir mestu sit­ur á hak­an­um,“ seg­ir Sig­ur­björg Bergs­dótt­ir ráðgjafi hjá Lausn­inni í nýj­um pistli: 

Öll eig­um við rödd innra með okk­ur sem hef­ur trú á okk­ur - lítið hvísl á bak við öll læt­in, eins kon­ar friðar­höfðingja. Síðan er það önn­ur rödd, dóm­ar­inn, sem hef­ur skoðun á öllu, vill aldrei hafa gam­an og er yf­ir­leitt hrædd­ur og upp­á­haldsorðin hans eru „já en“ og „hvað ef?“. 

Dóm­ar­inn þolir held­ur ekki að vera í nú­inu. Hann vill bara að hafa áhyggj­ur af framtíðinni eða velta sér upp úr fortíðinni og minna mann á allt sem var óþægi­legt eða það sem maður skamm­ast sín fyr­ir. Dóm­ar­inn vill ráða öllu og hann á eina bestu vin­konu sem heit­ir full­komn­un­ar­árátta. Full­komn­un­ar­árátt­unni finnst eins og dóm­ar­an­um ekk­ert skemmti­legt held­ur vill hún bara halda áfram og áfram og áfram. 

Maður byrj­ar í sak­leysi sínu kannski að þurrka af einu borði og þá byrj­ar hún „ það þarf líka að ryk­suga, og fara í gegn­um skáp­ana og þrífa inni á baði“. Þó að maður elti hana og geri allt sem hún biður mann um þá finn­ur hún ný verk­efni og þú get­ur treyst því að hún er aldrei til í að setj­ast niður og slappa af. Það er skamm­vinn ánægj­an af því að elta hana. 

Það er svo­kölluð ár­ang­ur­s­tengd gleði og hún var­ir svo stutt af því maður verður að halda áfram. Það að elta þess­ar radd­ir ger­ir mann al­gjör­lega ör­magna. Friðar­höfðing­inn hvísl­ar á bak við: „Ætlaðir þú ekki bara að þurrka af einu borði? Sjáðu hvað er fal­legt úti, viltu ekki taka utan um barnið þitt?“

Áreitið er svo mikið og streit­an orðin svo mik­il og við náum ekki að stoppa. Það sem er svo merki­legt með streit­una er að þegar hún kem­ur þá kall­ar hún á meiri streitu, hún vill ekki vera ein í þessu partýi. Á þeim tíma­punkti er maður far­in(n) að anda grunnt, far­in(n) að mikla allt fyr­ir sér og nær ekki að byrja á neinu. Sá sem ætl­ar að þrífa finnst eins og hann þurfi að þrífa allt húsið og fær sig ekki til að byrja held­ur hring­ir í vin eða leig­ir mynd.

Heil­inn er hannaður til að gera einn hlut í einu í ró­leg­heit­un­um með friðar­höfðingj­an­um. Þar er maður við stjórn og með fulla meðvit­und í nú­inu. Ef þig lang­ar að hætta að hlaupa á eft­ir þeim rödd­um sem ekki eru að þjóna þér á neinn hátt þá er fyrsta skrefið að verða meðvitaður um þær, velja að lækka í þeim. Þær mega vera eins kon­ar bak­grunns­hljóð en eiga ekki að ráða neinu. 

Ein góð ein­föld æf­ing er að finna góða minn­ingu fyr­ir 12 ára ald­ur, horfa á þessa litlu mann­eskju sem maður var og leyfa sér að staldra við og gleðjast yfir því hvað maður er dýr­mæt­ur og á allt gott skilið. Góðar minn­ing­ar tengja mann við gleði og frið, þær róa hug­ann og lækka í þeim rödd­um sem við erum að hlaupa á eft­ir eins og hamst­ur í hjóli.

Eftir Baldur og Barbara 16. desember 2024
Jólaþáttur hefðir og væntingastjórnun
Eftir Baldur Freyr Einarsson 16. desember 2024
Jólaþáttur hefðir og væntingastjórnun
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinar 24. nóvember 2024
Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. V ið hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is  Meira um green cola: https://us.greencola.com/
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinnar 24. nóvember 2024
Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. Við hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is  Meira um green cola: https://us.greencola.com/
Eftir Vin ráðgjöf - Hlapvarp Lausnarinnar 22. október 2024
Von Ráðgjöf: Skilningur á framhjáhaldi – mismunandi birtingarmyndir þess í samböndum
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinnar 22. október 2024
Von Ráðgjöf: Skilningur á framhjáhaldi – mismunandi birtingarmyndir þess í samböndum
Hlaða fleiri greinum
Share by: