Jól í skugga kvíða og ótta
24. nóvember 2019

Stuðlum saman að gleðilegum jólum fyrir alla.

Jólin eru að nálgast og ég finn að ég tek á móti þeim með hlýju og gleði í hjarta, hlakka til að njóta aðventunnar með börnunum mínu, maka og fólkinu í kringum mig sem ég elska.  En svona hefur aðventan ekki alltaf verið já eða jólin, helgarnar eða sumarfríin. Nei alls ekki. 
 
Ég man þá daga þegar allar hátíðir og frídagar voru kvíðaefni og ég vildi óska þess að það væru aldrei frí, allir dagar væru virkir dagar. Aðdragandi þessara frídaga innihéldu vaxandi, nagandi kvíða, höfuðverk, magaverk, flökurleika og annað sem fylgir þessum tilfinningum. 
Í aðventunni voru sumir dagar góðir og maður „gleymdi“ ástandinu augnablik, sérstaklega yfir miðja daga þegar hugsanlega var verið að baka smákökur, þrífa allt hátt og lágt en svo kom óvissan, hvernig verður ástandið á eftir? 

Kemur hann fullur heim og heimilið fer á annan endan? 
Kemur hann „mildur“ heim og hún brjálast? 
Kemur hann edrú heim og þau fara að drekka saman?  

Þetta er hræðilegt hugarástand fyrir barn, að þurfa að hafa áhyggjur af því sem gerist næst. Spennan magnast í líkamanum og hver einasta taug verður þanin til hins ýtrasta.  Kvíðinn er svo nagandi að barninu langar að æla en til að valda móður sinni ekki meiri áhyggjumþá lætur það ekki á neinu bera og grípur í trúðinn sér til bjargar og slær öllu upp í grín. 
 
Ég man einnig hvernig maginn herptist saman og köfnunartilfinning tók yfir svo ég náði varla andanum bara við það eitt að heyra þau blanda í glas eða opna bjór. 
Hvernig fer þetta kvöld? Eftir smá stund þegar þau fara að finna á sér kalla þau í mig á svokallað trúnó, þar sem ég fæ aðeins að heyra það hvað ég hef ekki staðið mig nægilega nógu vel og sé hálf ómöguleg, en svo í lokin fæ ég að heyra hvað ég er annars ágæt með tilheyrandi knúsi sem ilmar eins og ég sé að faðma rommtunnu. 

Nagandi óvissan er að kæfa mig, verður rifrildi, slagsmál eða ofskynjanir með tilheyrandi látum? Óvissan er að fara með mig og bara spurning um að vera nógu fljót að sofna og vona að ég nái að sofa storminn af mér ef hann verður. 
 
Ég man einnig aðfangadagskvöld  og hátíðardaga þar sem ástandið á heimilinu var svo spennuþrungið að foreldrar mínir töluðust ekki við. 
„Segðu mömmu þinni að maturinn sé fínn“. 
„Þú mátt þakka pabba þínum fyrir þessi ummæli“. 

Ég er ekki frá því að ég fái hnút í magann við tilhugsunina um svona jól þar sem ég var svona „skilaboðaskjóða“ á milli foreldra minna og var þá kannski bara þakklát fyrir að ástandið væri ekki verra. 

Það er okkur sem börnum svo ofsalega eðlislægt að aðlaga okkur að aðstæðunum, gera gott úr því sem við höfum og læra í raun að lifa af. Þá var bara gripið í gamla góða trúðinn og fór að segja foreldrum mínum eitthvað skemmtilegt og fyndið, fá þau til að brosa og í raun bera ábyrgð á því að við þyrftum ekki að tyggja súrefnið ofan í okkur. Þvílík ábyrgð, (svo er ég hissa á að hafa verið í klessu þegar ég fór út í lífið). 
 
Ég var ákveðin í því að áfengi væri aldrei á borðum um jól á mínu heimili eftir að ég fór að búa og það hefur staðist. Ég drekk ekki sjálf í dag og er mjög glöð að börnin mín þurfa ekki að upplifa kvíða fyrir hátíðum, helgum eða öðrum frídögum því það er hræðilegt að þurfa að upplifa svona tilfinningar. 
 
Um leið og ég óska þér lesandi góður og ástvinum þínum gleðilegrar hátíðar vona ég innilega að barnið þitt upplifi eingöngu gleði og hamingju í hjarta og þurfi ekki að glíma við óvissu og kvíða. 
 
Við hjá Lausninni viljum stuðla að heilbrigðum jólum fyrir alla og hvetjum þig til að leita þér hjálpar ef þú kannast við þennan kvíða inná þínu heimili. Það er ekkert dýrmætar en fjölskyldan okkar gefum gaum að líðan hvers annars. 
Svo við getum öll haldið gleðileg jól.

Eftir Baldur og Barbara 16. desember 2024
Jólaþáttur hefðir og væntingastjórnun
Eftir Baldur Freyr Einarsson 16. desember 2024
Jólaþáttur hefðir og væntingastjórnun
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinar 24. nóvember 2024
Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. V ið hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is  Meira um green cola: https://us.greencola.com/
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinnar 24. nóvember 2024
Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. Við hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is  Meira um green cola: https://us.greencola.com/
Eftir Vin ráðgjöf - Hlapvarp Lausnarinnar 22. október 2024
Von Ráðgjöf: Skilningur á framhjáhaldi – mismunandi birtingarmyndir þess í samböndum
Eftir Von Ráðgjöf - Hlaðvarp Lausnarinnar 22. október 2024
Von Ráðgjöf: Skilningur á framhjáhaldi – mismunandi birtingarmyndir þess í samböndum
Hlaða fleiri greinum
Share by: