Kvíði og þunglyndi
Vandamál tengd samskipti við annað fólk
Geðrænir erfiðleikar
Áföll og afleiðingar þeirra
Einstaklingsmeðferð er áhrifarík meðferð við margs konar geðrænum, tilfinningalegum og hegðunarvandamálum. En það getur líka hjálpað fólki sem stendur frammi fyrir erfiðum lífsaðstæðum eða vill þróa heilbrigðari, hagnýtari persónulegar venjur.
Einstaklingsmeðferð getur verið skammtíma (áhersla á bráða vandamál) eða langtíma (unnið með flóknari vandamál). Fjöldi funda og tíðni funda fer eftir aðstæðum einstaklingsins og ráðleggingum meðferðaraðila.
Sumir eru hikandi við að mæta í samtaksmeðferð vegna ýmiskonar fordóma um. Hins vegar er einstaklingsmeðferð gagnleg fyrir alla sem gætu verið að upplifa eitthvað af þessum algengu vandamálum:
Meðferð í sýnfarveruleika er tölvugert þrívítt umhverfi sem gerir einstaklingnum kleift að upplifa á öruggum stað yfirgripsmikla skynjun á atriðum sem hafa valdið viðkomandi miklum andlegum erfiðleikum fram að þessu. Meðferðin getur þannig hjálpað einstakingi að upplifa ógnvekjandi aðstæður og sigrast á óttanum án þess að vera nokkurn tíma í raunverulegri “hættu” gagnavart því sem veldur ótta. Þannig er hægt að takast á vvið flughræðslu, lofthærðslu, félagsfælni, víðáttufælni og ýmsar slíkar fælnir í öruggu umhverfi viðtalshebergis.
Gerðar hafa verið yfir 30 samanburðarrannsóknir sem sýna fram á mjög jákvæða svörun við meðferðinni. Nýjar rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að hægt sé að þróa meðferðina gegn algengum geðröskunum eins og til dæmis fíknitengdum sjúkdómum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (e. WHO) telur að 15% mannkyns glími við kvíða, þunglyndi og fóbíur á hverjum degi og því mikil þörf á að þróa fleiri aðferðir til að hjálpa fólki til heilbrigðis.
kt. 541015-1320
Ármúla 40 (3. hæð)
108 Reykjavík
Furuvellir 7
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
Allur réttur áskilinn | Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.