Markþjálfi getur aðstoðað þig við að skoða og setja niður þau markmið sem þú vilt ná í lífinu. Eftir að markmið eru sett eru þau skoðuð og greind í þeim tilgangi að kortleggja þau skref sem þarf að taka til að ná tilsettum markmiðum.
Með markþjálfun getur þú lært á eigin styrkleika sem og veikleika og lært að nýta þér þá þér til framdráttar. Með aukinni sjálfsvitund getur þú tekist á við verkefni lífsins með auknu öryggi og staðfestu og tekið upplýstari ákvarðanir fyrir sjálfa(n) þig.
Markþjálfi getur aðstoðað þig við að byggja upp aukið sjálfstraust, jákvæða sjálfsmynd og sigrast á óöryggi.
Með markþjálfun getur þú bætt sambönd þín til muna, hvort sem að það er samband við maka, vini, fjölskylduna eða vinnufélagana. Þú getur lært að setja mörk og öðlast aukinn skilning á öðrum og hvernig þeir upplifa hlutina.
Markþjálfi getur aðstoðað þig við að ná utan um tilfinningarnar þínar og kennt þér að skilja þær. Með auknum skilning á tilfinningum okkar getum við þróað með okkur aðferðir til þess að stjórna streitunni okkar og bæta þar með almenna líðan.
Hvort sem það er starferillinn, íþróttir eða í einkalífinu þá getur markþjálfi aðstoðað þig við að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur, skoða þær hindranir sem eru mögulega í vegi fyrir þér og yfirstíga þær.
kt. 541015-1320
Ármúla 40 (3. hæð)
108 Reykjavík
Hafnarstræti 97, 5 hæð
600. Akureyri
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
Allur réttur áskilinn | Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.