Áföll, kvíði, þunglyndi og sjálfsvinna. Einstaklings- og pararáðgjöf
Netfang: [email protected]
Sigrún hefur unnið sem stundakennari og í verkefnavinnu við HÍ ásamt vinnu með fjölskyldum einstaklinga í neyslu. Hún er nú í meistaranámi í sálrænum áföllum og ofbeldi þar sem hún leggur áherslu á hlutverk áfalla í parasamskiptum.
Erfið reynsla og áföll sem fólk gengur í gegn um á lífsleiðinni hefur oft meiri áhrif á líðan og samskiptamáta en við gerum okkur grein fyrir. Ef frumtengsl einstaklinga eru mótuð í skaðlegum aðstæðum hefur það áhrif á allt lífið, oft ómeðvitað. Pör þar sem annar eða báðir einstaklingar eiga sögu af erfileikum og áföllum glíma oftar við vantraust og viðbrögð sem oft eru of sterk miðað við tilefni. Fólk með áfallasögu er oft mjög hæft í að koma sér áfram í lífinu, getur verið hart við sjálft sig en lendir svo í ógöngum með sitt innra líf og getur þurft að takast á við kvíða og þunglyndi. Í parasamböndum getur það rekið sig á að „hafna áður en því er hafnað“ vera ofurnæmt á líðan hins aðilans og oflesa í aðstæður. Sigrún vinnur út frá áfallamiðaðri nálgun þar sem samskipti og líðan eru skoðuð heildrænt. Hún vinnur bæði með einstaklingum og pörum.
Íslenska
kt. 541015-1320
Ármúla 40 (3. hæð)
108 Reykjavík
Hafnarstræti 97, 5 hæð
600. Akureyri
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
Allur réttur áskilinn | Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.