Lausnin er rótgróið einkarekið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í heildrænni ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Meðferðaraðilar okkar eru vel menntaðir og uppfylla fagleg skilyrði til að veita viðurkennda samstalsmeðferð.
Fagfólkið okkar þekkir þann raunveruleika vel og um leitast við að taka vel á móti þér og hefja þá vegferð sem mun auka lífsgæðin þín til muna. Meðferðaraðilar og markþjálfar Lausnarinnar leiða skjólstæðinga sína í gegnum tilfinningar sem eiga mögulega rætur sínar að rekja til ytri erfiðleika sem skjólstæðingar upplifa sig óhæfa og illa í stakk búna til að leysa.
Parameðferð tekur á margvíslegum vanda sem pör standa frammi fyrir. Þar á meðal eru endurtekin átök innan sambandsins, óskilvirkar samskipta aðferðir, ágreiningur um kynlíf, deilur um upprunafjölskyldur, verkaskiptingu á heimilinu og hina svokölluðu þriðju vakt, ágreiningur um fjármál og margt fleira. Meðferðin virkar fyrir þá sem sinna henni en parameðferð er alltaf langtíma verkefni.
Sálfræðileg samtalsmeðferð vísar til margs konar meðferða sem miðar að því að hjálpa einstaklingi að bera kennsl á og breyta truflandi tilfinningum, hugsunum og hegðun. Um er að ræða leið til að hjálpa fólki með fjölbreytta geðræna- og tilfinningarlega erfiðleika. Einstaklingsráðgjöf getur hjálpað til við að útrýma eða stjórna truflandi einkennum svo einstaklingur geti virkað betur og geti aukið vellíðan og heilbrigði sitt.
Markþjálfun er öflugt tól á milli markþjálfa og markþega þar sem einstaklingur fær tækifæri til þess að setja sér markmið, komast yfir hindranir og ná persónulegum og faglegum árangri. Í markþjálfun getur þú fundið þín lífsgildi og skapað þér sýn sem nýtist ekki aðeins til að styrkja nútíðina heldur einnig til þess að byggja upp framtíðina.
Þegar einum í fjölskyldunni líður illa, þá líður öllum illa.
Ef þú upplifir að heimilið þitt er ekki sá griðarstaður sem þú vilt að það sé þarf að bregðast við með réttum hætti. Ef fjölskyldustundir eru hættar að vera ánægjulegar og orðnar að kvöð þá þarf
að gera eitthvað í málinu. Ef þú og maki þinn náið ekki lengur að ræða mál öðruvísi en í rifrildi eða notið þögn sem vopn þá er mjög ólíklegt að það lagi sig sjálft. Leyfðu okkar fagfólki að hjálpa þér.
- Böðvar Sigurvin Björnsson
- Ásdís Kristinsdóttir
- Gísli Gunnarsson Bachmann
kt. 541015-1320
Ármúla 40 (3. hæð)
108 Reykjavík
Furuvellir 7
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
Allur réttur áskilinn | Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.